Forhönnuð einingahús bjóða venjulega ekki uppá að aðlaga hönnun að mismunandi þörfum, svo annað hvort hentar það eða ekki. Markmið okkar hönnunar er að bjóða ekki aðeins mismunandi stærðir og útfærslur heldur líka mismunandi efni og liti til að mæta sem best mismunadi hugmyndum og eins til að hús verði ekki öll eins. Við bjóðum kaupendum að velja það sem hentar þeim best af því sem er í boði. Við sendum út gátlista með þeim valkostum sem í boði eru. Hví ekki að skoða kostina.
Frístund, vinnuaðstaða, glámúr aðstaða (gamping), skrifstofa eða þjónustuhús
Fyrst er að ákveða hverig ætlunin er að nota húsið. Er ætlunin að nota það sem skrifstofu- eða vinnuaðstöðu heima við eða fyrir einhvers konar þjónustu. Þó svo húsið sé ekki sérstaklega hannað fyrir fyrirhugaða notkun, þá er einfalt að aðlaga það að fjöbreyttri notkun. Þegar kemur að raftenglum og lýsingu þá höfum við tekið tillit til þess. Það gefur augaleið að lagnir fyrir skrifstofu eru ekki þær sömu og fyrir aðra notkun. Tengja þarf tölvur og prentar og annan búnað. Tekið hefur verið tilltit til þess og við höfum útfærslur fyrir nánast alla möguleika.
Afstaða hússins og hvernng það er sett niður
Þegar fyrir liggur hvað efni, liti og annað er valið, þarf að ákveða hvernig húsið á að snúna, hverning útidyr opnast og þar sem þak er ekki eins báðu megin þá skiptir máli hvernig það snýr.
Á að opna dyr til hægri eða vinstri? Við bjóðum einng spegilmynd af húsunum þannig að ef keypt eru tvö hús þá er hægt að láta þau liggja saman þannig að þökin myndi "M", en þannig er tilkomið nafnið á húsunum.
Frágangur á veggjum að utanverðu
Þegar hér er komið þá er að velja efni á útveggi. Í boði er málmklæðning, eins og á þakinu, sem gefur útliti samfelldan svip, eða breið nótuð klæðning. Hvor tveggja efnin eru boðin í dökk gráum lit. Málmklæðningin er framleidd með litnum en viðarklæðning er meðhönlduð til að ríma við þakklæðninguna. Hvor tveggja klæðninganna eru í raun góðir valkostir
en rétt að huga líka að umhverinu og því sem fellur að smekk. Sem dæmi má nefna að viðarklæðning sómir sér vel þar sem trjágróður er, en hentar síður í vætusömu umhverfi, því viðurinn er næmur fyrir vætu og raka sem veldur því að hann getur aflagast, bognað og undist. Viður kallar líka á meira viðhald en málmur. Hins vegar þarf að hafa í huga að málmurinn dregur í sig hita á sólríkum dögum og er þá ekki alltaf notalegur viðkomu. Skipti þessi atriði máli þá er um að gera að skoða möguleika á ljósari lit.
Litur á fram- og bakhliðar
Fram- og bakveggir eru klæddir með viðarmálaðri T&G klæðningu. En þú getur valið úr 4 mismunandi litum, sem eru ljós grár, brúnn, grænn og þögguð rauð.
Litur á klæðningu innan dyra
Að lokum er að velja liti innandyra, á veggi og loft, sem eru klædd með furu panil, sem er annað hvort ólituð eða með hvítri áferð. (white washed).
Margir kunna að meta hvítu áferðina þar sem hún ver viðinn frá því að gulna. Ef óskað er eftir að hafa aðra áferð eða lit, þá er rétt eða velja ómeðhönldaða klæðningu og bæsa hana eða mála þegar búið er að koma húsinu fyrir. Óvarinn viður er viðkvæmari en bæsaður eða málaður.
Hins vegar, ef til stendur að leigja húsið og gert er ráð fyrir að einhver fjöldi nýti sér það, svo nauðsynlegt sé að þrífa það sérstaklega. Þá þarf að horfa til þess að viður með hvítu áferðinni er viðkvæmur fyrir miklum þvotti og gæti þvegist af með tímanum og skilið eftir bletti sem kalla þá á viðhald. Fyrir hús í útleigu eða skrifstofu, þar sem oft þarf að sótthreinsa, þá gæti ómeðhöndlaður viður verið góður valkostur.
Comments